Söluskoðun fasteigna

Láttu meta ástand þinnar fasteignar til að taka upplýstari ákvörðun fyrir bæði ykkur sem seljendur og/eða kaupendur.

Upplýsingar og skilmálar

Tilgangur söluskoðunarinnar er að hlutlaus aðili meti og upplýsi kaupendur og/eða seljendur fasteignar um sem flesta þætti ástands hennar, svo stuðla megi að upplýstri ákvarðanatöku fyrir bæði seljendur og kaupendur fasteigna.


Skoðunarmaður skoðar og skráir þær skemmdir og þá galla sem eru taldar rýra verðmæti viðkomandi eignar að nokkru eða verulegu leyti. Dæmi um þetta eru rakaskemmdir og byggingargallar. Einnig er fjallað um ástand viðkomandi eignar og spurningum beint að seljanda eignarinnar og svör skrásett.


Söluskoðun á við sérbýli og fjölbýli sem og annars konar eignir.

Fyrirfari við söluskoðun fasteignar

Söluskoðun fasteignar takmarkast við það sem er sýnilegt skoðunarmanni á skoðunardegi. Í fasteignum geta verið skemmdir eða gallar sem eru ekki sjáanlegir við skoðun. Við ákvörðun um fasteignakaup ber að byggja á fleiri þáttum en skoðunarskýrslu, þótt henni sé ætlað að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku.


A10 ber ekki ábyrgð á skemmdum, tjóni eða afleiddu tjóni vegna atriða sem ekki sáust við söluskoðun. Öll hugsanleg skaðabótaábyrgð skoðunarfyrirtækis og skoðunarmanns takmarkast að hámarki við heildarþóknun sem greidd er fyrir söluskoðun.

Helstu atriði söluskoðunar 

Skoðunarmaður yfirfer staðlaðan gátlista vegna skoðunarinnar.

Umfjöllun um innra byrði eignarinnar.

Umfjöllun um mögulegar rakaskemmdir með rakamælingu og frummati á mögulegum tildrögum viðkomandi skemmdar.

Umfjöllun um ytra byrði eignarinnar.

Hagnýtar upplýsingar um viðkomandi eign settar fram.


Helstu forsendur skoðunar eru:

1. Óhindrað aðgengi skoðunarmanns um eignina.

2. Um er að ræða sjónskoðun af hendi sérfræðings um byggingarmál sem hefur þekkingu og reynslu af byggingariðnaði og ráðgjafarstörfum honum tengdum. Skoðunarmaður notast við hefðbundinn rakamæli (stungumæli) og skráir niðurstöður þeirra mælinga. Önnur mælitæki eru ekki notuð við hefðbundna söluskoðun.

3. Eign er metin út frá stöðluðum gátlista sem Verksýn hefur komið sér upp með reynslu af ráðgjöf í byggingariðnaði með sérhæfingu á sviði viðhalds fasteigna, innandyra sem utan.

4. Byggingarhlutar eru ekki rofnir við skoðun, fastamunir, húsgögn, innréttingar, gólfefni o.fl. ekki fjarlægt eða losað til skoðunar. Söluskoðun innifelur ekki skoðun á raflögnum, neysluvatns- og ofnalögnum eða fráveitulögnum, en hægt er að skoða slíkt sérstaklega.

5. Seljandi er beðinn um að svara spurningum skoðunarmanns skv. sinni bestu vitund.

6. Ytri aðstæður á skoðunardegi.

Share by: