Áratuga reynsla í verktöku

A10 Byggingarstjórn byggir á áratuga reynslu í verktöku. Þorsteinn H. Einarsson húsasmíðameistari er eigandi fyrirtækisins.


Byggingastjóri sér um öll öryggismál með verkum ásamt innra / ytra verkeftirliti og gæðastjórnun.

Sjá verk

Þjónusta

Byggingarstjórn og verkefnastjórn verkefna auk stærri verkefna í samstarfi með verktökum.


Þjónustan er verðlögð eftir skoðun á umfangi hvers verkefnis.


Hafðu samband

+354 6986675

a10@a10.is

Þjónusta

Hlutverk byggingarstjóra er að sjá um allt innra eftirlit með verkum ásamt innkaupum, öryggismálum og samskiptum við fagaðila sem byggingarstjóri sinnir sem óháður aðili fyrir hans hönd.


Byggingarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri almennra verktaka, sérverktaka, sem og annarra starfsmanna verkefnisins. Meginmarkmið þeirra meðan á framkvæmdum stendur er að verkið standist fjárhags og tímaáætlun. Öll öryggismál sem og innra / ytra verkeftirlit fellur í skaut byggingarstjóra ásamt gæðastjórnun.

Byggingastjórn

Ráðleggingar og skoðun á eignum fyrir sölu húsnæðis, hvað sé varasamt og hvað þarf að skoða betur fyrir kaup/sölu.

Lesa meira

Stærri verk

Ásamt því að taka að sér byggingarstjórn og verkefnastjórn verkefna, þá vinnur Þorsteinn með reyndum verkfræðingum til að sjá um stærri verk.

Söluskoðun fasteigna

Skoðun á t.d. nýrri húsnæðum og meta frágang og hvort galli sé til staðar.

Viðhald

Skoðun húsa með tilliti til myglu og annarra viðhaldsþarfa. Þetta getur verið allt frá skoðun á gluggum til skoðunar á þökum húsnæða og meta ástand hússins.


Vinnuferlið

01.

Haft samband

02.

Stöðufundur & skoðun húsnæðis

03.

Skýrslugerð um umfang verks og verðáætlun í verkið

04.

Eftirfylgni með framkvæmdum

Áratuga reynsla

Byggingaréttindi

Þorsteinn hefur byggingarstjóraréttindi í flokki 1, 2 og 3. Hann lauk námi frá Meistaraskólanum í Reykjavík 1990. 


Endurmenntun er mjög mikilvæg fyrir Þorsteini og hefur hann í gegnum árin sótt sér ýmis námskeið varðandi endurnýjun gamalla húsa.


Þann 6. júní 2018 var á alþingi samþykkt breyting á lögum nr. 160/2010 um mannvirki, þar sem hlutverk byggingarstjóra var breitt nokkuð og ábyrgð undirstrikuð. Nánari útlistun á ábyrgð og hlutverkum einstakra aðila er nánar lýst í byggingareglugerð. 



Fjölbreytt verkefni

Þorsteinn hefur staðið fyrir margskonar verkefnum. 


Má þar nefna, endurnýjun gamalla húsa, viðhald opinberra bygginga og viðhald á skólum, kirkjum og fjölbýlishúsum.


Þorsteinn hefur einnig unnið mörg verk fyrir aðra verktaka, t.d. við byggingu Hörpunnar, skrifstofur Vegagerðar Ríkisins, íbúðarhúsnæði við Kirkjusand, skolpdælustöð Klettagörðum o. fl. 

Ajour gæðakerfi

A10 starfar eftir Ajour gæðakerfinu sem tryggir vandaða eftirfylgni með verkum.


Ajour gæðakerfið er notað til að fylgja eftir þeim verkum sem viðkomandi Byggarstjóri er ábyrgur fyrir og getur þar af leiðandi haft góða yfirsýn með þeim gögnum sem teljast mikilvæg í byggingarferlinu.

Verk

Þorsteinn H. Einarsson húsasmíðameistari er eigandi fyrirtækisins. Fjölbreytt verkreynsla og þekking Þorsteins skilar viðskiptavinum traustu og sanngjörnu viðskiptasambandi.


Má þar nefna, endurnýjun gamalla húsa, viðhald opinberra bygginga og viðhald á skólum, kirkjum og fjölbýlishúsum. Þorsteinn hefur einnig unnið mörg verk fyrir aðra verktaka, t.d. við byggingu Hörpunnar, skrifstofur Vegagerðar Ríkisins, íbúðarhúsnæði við Kirkjusand, skolpdælustöð Klettagörðum o. fl. 

Share by: